Fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ÍL-sjóðs og íslenska ríkisins, og fulltrúar 18 lífeyrissjóða*, sem saman fara með stærstan hluta skuldabréfa sem ÍL-sjóður er útgefandi að, hafa ákveðið að hefja viðræður um uppgjör á skuldabréfum sjóðsins. Markmið viðræðnanna er að ná samkomulagi sem felur í sér að skuldabréfin verði gerð upp að fullu og skilyrði sköpuð fyrir slitum ÍL-sjóðs.
Reykjavík, 23. febrúar 2024,
fjármála- og efnahagsráðuneytið
lífeyrissjóðir
| *Almenni lífeyrissjóðurinn |
| Birta lífeyrissjóður |
| Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga |
| Eftirlaunasjóður F.Í.A. |
| Festa lífeyrissjóður |
| Frjálsi lífeyrissjóðurinn |
| Gildi lífeyrissjóður |
| Íslenski lífeyrissjóðurinn |
| Lífeyrisauki, séreignasjóður |
| Lífeyrissjóður bankamanna |
| Lífeyrissjóður Rangæinga |
| Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands hf. |
| Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar |
| Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands |
| Lífsverk lífeyrissjóður |
| Lífeyrissjóður Vestmannaeyja |
| Stapi lífeyrissjóður |
| Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda |