Aðalfundur Regins hf. verður haldinn í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, í Kaldalón fundarsal, Austurbakka 2, 101 Reykjavík, þriðjudaginn 12. mars 2024, kl. 16:00.
Engar breytingar hafa orðið á dagskrá og tillögum sem birtar voru 19. febrúar sl.
Fundurinn verður haldinn í Kaldalón, fundarsal á fyrstu hæð í Hörpu. Vakin er athygli á því að um breyttan fundarsal í Hörpu er að ræða frá fyrri tilkynningu Regins um aðalfund félagsins.
Önnur fundargögn tengd aðalfundi, umboðsform, skýrslu tilnefningarnefndar, leiðbeiningar vegna LUMI hugbúnaðar o.fl. má nálgast á vef félagsins https://www.reginn.is/fjarfestavefur/hluthafafundir/2024/
Stjórn Regins hf.