REITIR: Niðurstöður í endurkaupum á eigin bréfum með öfugu tilboðsfyrirkomulagi


Reitir fasteignafélag hf. hefur lokið endurkaupum á eigin bréfum með öfugu tilboðsfyrirkomulagi sem tilkynnt var um þann 27. febrúar sl. og sjá má hér.

Ákveðið var að taka tilboðum um kaup á 10.450.000 hlutum á genginu 82,0, alls kr. 856.900.000. Uppgjörsdagur samþykktra tilboða er föstudagurinn 1. mars næstkomandi.

Endurkaupin eru í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. MAR (reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, sem hefur lagagildi hér á landi sbr. lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum), sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052/EB sem hefur að geyma tæknilega skilmála varðandi endurkaupaáætlanir.

Eftir framangreind kaup eiga Reitir 34.088.233 hluti eða sem nemur 4,6% af útgefnu hlutafé. Útistandandi hlutafé er því 711.550.000 hlutir.

Upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 669 4416 eða á netfanginu einar@reitir.is