Aðalfundur Brims hf. 21. mars 2024


Aðalfundur Brims hf. verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2024 í matsal félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík klukkan 16:00. Fundurinn fer fram á íslensku.

Dagskrá

  1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina síðastliðið ár.
  2. Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til staðfestingar.
  3. Tillaga stjórnar um greiðslu arðs.
  4. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu.
  5. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna.
  6. Kosning stjórnar félagsins.
  7. Kosning endurskoðenda.
  8. Tillaga stjórnar um utanaðkomandi nefndarmann í endurskoðunarnefnd.
  9. Tillaga um að stjórn fái heimild til kaupa á eigin bréfum.
  10. Önnur mál, löglega upp borin.

Atkvæðagreiðsla og fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 15:30.

Meðfylgjandi er fundarboð með nánari upplýsingum, dagskrá og tillögur stjórnar og starfskjarastefna.

Viðhengi



Attachments

Tillaga felagsstjornar að starfskjarastefnu Brim_adalfundur_2024_Fundarbod Brim_adalfundur_2024_DagskraTillogur