Kvika banki hf.: Fundarboð á aðalfund 21. mars 2024


Aðalfundur Kviku banka hf., kt. 540502-2930 („Kvika“), verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2024, kl. 16:00, á Iceland Parliament Hotel við Austurvöll, Thorvaldsenstræti 2-6, 101 Reykjavík í fundarsal A.

Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi mál:

  1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár.
  2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2023 og ákvörðun um meðferð hagnaðar félagsins á reikningsárinu.
  3. Tillaga um endurnýjun á heimild félagsins til að kaupa eigin hlutabréf.
  4. Tillaga um lækkun hlutafjár með ógildingu eigin hluta og samsvarandi breytingu á samþykktum félagsins.
  5. Kosning stjórnar og varastjórnar félagsins.
  6. Tillaga um tilnefningarnefnd.
    1. Tillaga um að komið verði á fót tilnefningarnefnd.
    2. Tillaga um breytingar á samþykktum.
    3. Tillaga um starfsreglur tilnefningarnefndar.
    4. Tillaga um þóknun nefndarmanna í tilnefningarnefnd.
    5. Tillaga um staðfestingu á skipun tveggja nefndarmanna í tilnefningarnefnd.
  7. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins.
  8. Kosning endurskoðenda félagsins.
  9. Tilnefning utanaðkomandi aðila í endurskoðunarnefnd.
  10. Ákvörðun þóknunar til stjórnarmanna og nefndarmanna í undirnefndum stjórnar félagsins.
  11. Önnur mál.

Fundarstörf fara fram á íslensku. Fundargögn eru aðgengileg á heimasíðu félagsins á íslensku og ensku utan þess að ársreikningur félagsins er eingöngu aðgengilegur á ensku. Dagskrá, endanlegar tillögur, starfskjarastefna, ársreikningur félagsins og önnur fundargögn munu liggja frammi á skrifstofu félagsins að Katrínartúni 2, Reykjavík, hluthöfum til sýnis í 21 dag fyrir aðalfund. Umrædd gögn, ásamt upplýsingum um frambjóðendur til stjórnar, eru einnig birt á heimasíðu félagsins, www.kvika.is/agm.

Að öðru leyti vísast til meðfylgjandi fundarboðs.

Frekari upplýsingar veitir:

Magnús Þór Gylfason, forstöðumaður samskipta og hagaðilatengsla, magnus.gylfason@kvika.is

Viðhengi



Attachments

Fundarboð á aðalfund Kviku banka hf. 2024