REITIR: Endanleg dagskrá, tillögur og framboð til stjórnar á aðalfundi 6. mars 2024


Aðalfundur Reita fasteignafélags hf. verður haldinn miðvikudaginn 6. mars 2024 kl. 15.00 í þingsal 2 á Hotel Reykjavik Natura, Nauthólsvegi 52.

Ein breyting hefur verið gerð frá áður birtri dagskrá, en bætt hefur verið við lið 4. f. í dagskrána sem og í tillögum þeim sem lagðar verða fyrir fundinn, og lúta að tilnefningu utanaðkomandi aðila í endurskoðunarnefnd.


Eftirtaldir aðilar hafa boðið sig fram til setu í stjórn félagsins:

Anna Kristín Pálsdóttir

Elín Árnadóttir

Guðmundur Kristján Jónsson

Kristinn Albertsson

Þórarinn V. Þórarinsson

Framboðsfrestur er nú runninn út samkvæmt samþykktum félagsins og hafa frekari framboð ekki borist. Þar sem stjórn félagsins skal skipuð fimm einstaklingum er ljóst að framangreindir aðilar eru sjálfkjörnir til setu í stjórn félagsins á aðalfundinum án sérstakrar atkvæðagreiðslu. Nánari upplýsingar um frambjóðendur er að finna í skýrslu tilnefningarnefndar sem sjá má hér.


Hluthafar og umboðsmenn þeirra geta skráð sig á aðalfundinn á fundarstað frá kl. 14.30 á aðalfundardag.

Þeir hluthafar sem þess óska geta forskráð sig á aðalfundinn og munu atkvæðaseðlar þeirra þá vera tilbúnir er mætt er á fundinn og afhentir gegn framvísun umboðs (ef við á) og skilríkja.

Forskráning fer fram með því að senda eftirtaldar upplýsingar á netfangið adalfundur@reitir.is, fyrir kl. 13.00 á aðalfundardegi:

Kennitala hluthafa

Nafn þess sem mætir

Kennitala þess sem mætir

Skannað eintak af umboði (ef við á), en að auki þarf að mæta með frumrit þess á fundinn.

Viðhengi



Attachments

Aðalfundur 2024 - endanleg dagskrá Tillögur stjórnar til aðalfundar Reita 2024 - endanlegar