Icelandair: Aðalfundur 7. mars 2024 – endanleg dagskrá, tillögur og framboð til stjórnar og tilnefningarnefndar.


Aðalfundur Icelandair Group hf. verður haldinn fimmtudaginn 7. mars 2024, kl. 16:00 á Berjaya Iceland Hotels Reykjavík Natura.

Félaginu hefur borist ein breytingartillaga og ein ný tillaga frá hluthafanum Jóni Inga Benediktssyni. Tillögurnar verð lagðar fram á fundinum undir dagskrárlið nr. 10 („Kaupréttarkerfi“) og dagskrárlið nr.  13 („Önnur mál löglega borin fram“). Um efni umræddra tillagna er vísað til meðfylgjandi endanlegrar dagskrár og tillagna.

Að öðru leyti eru dagskrá og tillögur óbreytt frá fyrri tilkynningu félagsins, sem birt var þann 15. febrúar 2024.

Frestur til að skila inn framboðum til stjórnar rann út kl. 16:00 fimmtudaginn 29. febrúar 2024. Eftirfarandi einstaklingar bjóða sig fram til stjórnar:

  1. Guðmundur Hafsteinsson, kennitala: 290875-3319
  2. John F. Thomas, kennitala: 250359-3409
  3. Matthew Evans, kennitala: 061086-5289
  4. Nina Jónsson, kennitala: 100567-3189
  5. Svafa Grönfeldt, kennitala: 290365-3769

Niðurstaða stjórnar Icelandair Group er sú að allir frambjóðendur séu óháðir félaginu og stjórnendum þess. Þá eru allir frambjóðendur óháðir stórum hluthöfum nema Matthew Evans sem kom inn í stjórn sem fulltrúi stærsta hluthafa félagsins.

Samkvæmt samþykktum félagsins kýs aðalfundur fimm aðila í stjórn félagsins. Þar sem einungis fimm einstaklingar hafa lýst yfir framboði, verða þessir frambjóðendur kjörnir í stjórn án atkvæðagreiðslu á fundinum. Frekari upplýsingar um frambjóðendur eru í meðfylgjandi skýrslu tilnefningarnefndar..

Eftirfarandi einstaklingar hafa lýst yfir framboði sínu til tilnefningarnefndar Icelandair Group á aðalfundinum:

  • Alda Sigurðardóttir, kennitala: 170573-5019
  • Georg Lúðvíksson, kennitala: 070376-4909

Samkvæmt samþykktum félagsins kýs aðalfundur tvo einstaklinga í tilnefningarnefnd. Þar sem einungis tveir einstaklingar hafa lýst yfir framboði, verða þessir frambjóðendur kjörnir í tilnefningarnefnd án atkvæðagreiðslu á fundinum.

Fundargögn og allar frekari upplýsingar um aðalfundinn, þar á meðal hlekkur til að skrá sig á fundinn, eru aðgengilegar á vefsíðu félagsins á https://www.icelandairgroup.com/agm

Frekari upplýsingar:

Ari Guðjónsson, yfirlögfræðingur,

tölvupóstur: ari@icelandair.is

Viðhengi



Attachments

nomination-committee-report-2024 Remuneration_Policy AGM2024 - Endanleg dagskrá og tillögur