VÍS: Leiðrétting: Ársuppgjör samstæðu Vátryggingafélags Íslands hf. árið 2023 – uppfærð skýring 35.1


Meðfylgjandi er uppfært ársuppgjör samstæðu VÍS vegna ársins 2023. Breytingin frá áður birtu ársuppgjöri, þann 28.02. sl., felst í uppfærslu á skýringu 35.1. Fyrirsögn skýringarinnar hefur verið uppfærð þannig að hún gefur gleggri mynd af efni skýringarinnar. Jafnframt hefur texti skýringarinnar verið uppfærður til samræmis. Þá hefur verið gerð aðgreining í töflu á milli kaupverðs vegna kaupa á Fossum fjárfestingabanka hf. annars vegar og þeirrar hlutafjáraukningar sem bankanum var lögð til eftir að kaupin voru gerð upp hins vegar.

Meðfylgjandi er jafnframt uppfærð ESEF skrá með ársreikningi.

Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri, í síma 660-5260 eða með netfanginu fjarfestatengsl@vis.is     

Viðhengi



Attachments

213800QFQIHO7KG2P786-2023-12-31-en Ársreikningur samstæðu 2023_uppfært