Heildarfjöldi farþega Icelandair var 234 þúsund í febrúar, 17% aukning frá febrúar 2023. Í mánuðinum voru 41% farþega á leið til Íslands, 20% frá Íslandi, 30% voru tengifarþegar og 8% ferðuðust innanlands. Sætanýting var 76,6% og stundvísi var 84,6%. Stundvísi jókst umtalsvert á milli ára eða um 12,6 prósentustig.
Seldum blokktímum í leiguflugi fjölgaði um 26% og fraktflutningar voru svipaðir og í febrúar 2023.
„Við náðum mjög góðum árangri í febrúar og farþegum fjölgaði umtalsvert á milli ára, bæði í millilanda og innanlandflugi. Þá er ánægjulegt að sjá aukna sætanýtingu þrátt fyrir 23% aukningu á sætaframboði. Við nýttum sveigjanleika leiðakerfisins til að mæta aukinni eftirspurn á Atlantshafsmarkaðnum og á flugi frá Íslandi og náðum góðum árangri í sölu á þessum mörkuðum. Þannig bættum við upp fyrir lítið eitt minni eftirspurn á markaðnum til Íslands í febrúar. Á sama tíma náðum við bestu stundvísi fyrir febrúarmánuð um árabil. Þessi árangur er ekki síst að þakka frábærri frammistöðu starfsfólks okkar sem náði að halda uppi skilvirkri flugstarfsemi í mánuðinum, og það þrátt fyrir heita- og kaldavatnsleysi í kjölfar síðasta eldgoss.“
Nánari upplýsingar
Fjárfestar: Íris Hulda Þóridsóttir, Forstöðumaður Fjárfestatengsla. Netfang: iris@icelandair.is
Media: Ásdís Pétursdóttir, Forstöðumaður Samskipta og sjálfbærni. Netfang: asdis@icelandair.is
Viðhengi