Eimskip: Lækkun hlutafjár


Vísað er til fréttatilkynningar frá 7. mars sl. um niðurstöður aðalfundar Eimskipafélags Íslands hf. hvar samþykkt var tillaga stjórnar félagsins varðandi lækkun hlutafjár, um samtals kr. 2.150.000 að nafnverði þannig að hlutafé verði kr. 165.700.000 að nafnverði eftir lækkunina. Hlutafé verður lækkað með lækkun eigin hluta.

Fyrirtækjaskrá Skattsins hefur nú samþykkt að veita félaginu undanþágu frá innköllunarskyldu vegna þessara lækkana og hafa lögboðnar forsendur fyrir lækkun hlutafjár nú verið uppfylltar, sbr. sbr. 2. mgr. 53. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög.

Lækkun eigin hluta

Eigin hlutir félagsins verða lækkaðir um kr. 2.150.000 og verða því eftir lækkun kr. 1.725.320. Hlutafé félagsins lækkar því úr kr. 167.850.000 í kr. 165.700.000 að nafnverði vegna þessarar lækkunar. Fyrir lækkun voru eigin hlutir 2,31% heildarhlutafjár, en eftir lækkunina eru eigin hlutir 1,04% heildarhlutafjár. Beiðni um lækkun hefur verið send Nasdaq og mun lækkunin verða framkvæmd miðvikudaginn 27. mars nk. Einnig er vísað til markaðstilkynningar sem Nasdaq Iceland mun gefa út um lækkunina.