Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. var haldinn bæði rafrænt og með hefðbundnum hætti 14. mars 2024 kl. 16:30.
Helstu niðurstöður fundarins:
1. Ársreikningur 2023 lagður fram til afgreiðslu
Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins vegna ársins 2023.
2. Ákvörðun um greiðslu arðs
Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar sem hljóðaði svo: „Stjórn sjóðsins leggur til að á árinu 2024 verði ekki greiddur út arður vegna afkomu 2023 til hluthafa til að styrkja stöðu sjóðsins og tryggja vöxt eigin fjár.“
3. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum Lánasjóðsins
Fyrirliggjandi tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum sem fela í sér að tilnefningarnefnd verði kosin á aðalfundi var samþykkt.
4. Tillaga um starfskjarastefnu
Starfskjarastefna var samþykkt en engar breytingar eru á starfskjarastefnunni frá fyrra ári.
5. Kosning stjórnar skv. 15 gr. samþykkta félagsins
Í stjórn félagsins voru kjörin:
Aðalmenn:
· Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, var sjálfkjörinn formaður stjórnar
· Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ
· Halldóra Káradóttir, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar
· Guðmundur B. Guðmundsson, fyrrum formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar
· Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík
Varamenn:
· Helgi Hlynur Ásgrímsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþing
· Íris Róbertsdóttir, Bæjarstjóri í Vestmannaeyjum
· Katrín Sigurjónsdóttir, Sveitarstjóri Norðurþings
· Grímur R. Lárusson, sveitarstjórnarfulltrúi í Húnabyggð
· Fjóla St. Kristinsdóttir, Bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg
6. Kosning tilnefningarnefndar
Í tilnefningarnefnd voru kosin:
· Magnús B. Jónsson, formaður
· Rósa Guðbjartsdóttir
· Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
7. Kosning utanaðkomandi fulltrúa í endurskoðunarnefnd
Þórdís Sveinsdóttir var kosin utanaðkomandi fulltrúi í endurskoðunarnefnd
8. Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis
Aðalfundur kaus endurskoðunarfyrirtækið KPMG sem endurskoðanda félagsins fyrir árið 2024.
9. Tillaga um laun stjórnar og undirnefndar stjórnar
Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um stjórnarlaun þannig að laun til stjórnarmanna munu í grunninn taka mið af mánaðarlaunum stjórnarmanna hjá Lífeyrissjóðinum Brú. Stjórnarlaun hjá Lánasjóðnum verða í grunninn 193.636 kr. fyrir hvern mánuð og tekur breytingum miðað við launavísitölu 1. janúar hvers árs. Laun varaformanns verða 1,25-föld mánaðarlaun stjórnarmanna og laun formanns verða 1,5-föld mánaðarlaun stjórnarmanna. Varamenn í stjórn skulu fá laun fyrir hvern setinn fund, sem eru jöfn mánaðarlaunum stjórnarmanns.
Laun nefndarmanna í tilnefningarnefnd verða í eitt skipti 1,5-föld mánaðarlaun stjórnarmanna og verður greitt eftir hvern aðalfund.
Önnur mál voru ekki borin upp.
Nánari upplýsingar veitir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri, ottar@lanasjodur.is / s. 515 4949