Kvika banki hf.: Aðalfundur 21. mars – framboð til stjórnar og skráningarfrestur


Framboðsfrestur til stjórnar Kviku banka hf. rann út þann 16. mars 2024. Eftirtaldir einstaklingar gáfu kost á sér til setu í stjórn á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður kl. 16:00 þann 21. mars 2024 á Iceland Parliament Hotel við Austurvöll, Thorvaldsenstræti 2-6, 101 Reykjavík í fundarsal A, auk þess sem boðið er upp á fullgilda rafræna þátttöku í gegnum Lumi AGM:

Í framboði til stjórnar:

  • Sigurður Hannesson
  • Guðmundur Þórðarson
  • Guðjón Reynisson
  • Helga Kristín Auðunsdóttir
  • Ingunn Svala Leifsdóttir

Í framboði sem varamenn í stjórn:

  • Helga Jóhanna Oddsdóttir
  • Sigurgeir Guðlaugsson

Það er mat stjórnar að öll framboð séu gild, sbr. 63. gr. a. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn skipuð fimm mönnum og tveimur varamönnum. Þar sem fleiri framboð bárust ekki til stjórnar og varastjórnar eru frambjóðendur sjálfkjörnir.

Athygli er vakin á því að hluthafar eða umboðsmenn þeirra sem hafa hug á því að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, eru beðnir um að skrá sig hér eigi síðar en kl. 16.00 þann 19. mars nk., eða tveimur dögum fyrir fundardag. Með innskráningu þarf að fylgja mynd af gildum skilríkjum og umboð, ef við á. Atkvæðagreiðsla á fundinum mun alfarið fara fram í gegnum Lumi AGM, hvort sem hluthafar mæta til fundarins á Iceland Parliament Hotel eða taka þátt með rafrænum hætti.

Nánari upplýsingar um frambjóðendur og aðrar upplýsingar um framkvæmd aðalfundar eru aðgengilegar á kvika.is/agm.