Eik fasteignafélag hf.: Boðun aðalfundar árið 2024


Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf. verður haldinn kl. 16:00 fimmtudaginn 11. apríl 2024 að Sjálandi, Ránargrund 4, 210 Garðabæ.

Meðfylgjandi er fundarboð með dagskrá aðalfundar félagsins auk tillagna stjórnar og annarra skjala sem varða aðalfundinn. Vakin er sérstök athygli á upplýsingum í fundarboði um fyrirhugað fyrirkomulag rafrænnar þátttöku í fundinum og tillögum um breytingar á starfskjarastefnu og á samþykktum félagsins.

Ársskýrsla, sem inniheldur ársreikning 2023, hefur þegar verið birt og sjálfbærniskýrsla er aðgengileg á heimasíðu félagsins.

Viðhengi



Attachments

Aðalfundarboð 2024 Dagskrá aðalfundar 2024 Tillögur stjórnar fyrir aðalfund 2024 AGM agenda (informal English translation) Proposals (informal English translation) Samþykktir_með auðmerktum breytingartillögum Starfskjarastefna_með auðmerktum breytingartillögum Skýrsla tilnefningarnefndar Eikar fasteignafélags hf. 2024 Framboð til stjórnarsetu í Eik fasteignafélagi (eyðublað) Framboð í tilnefningarnefnd Eikar fasteignafélags (eyðublað) Umboð vegna aðalfundar 2024