Eik fasteignafélag hf.: Auglýst eftir tilnefningum eða framboðum til tilnefningarnefndar félagsins


Stjórn Eikar fasteignafélags hf. auglýsir hér með eftir framboðum og tillögum hluthafa að frambjóðendum til tveggja nefndarsæta í tilnefningarnefnd félagsins vegna aðalfundar þess sem stendur til að halda 11. apríl 2024. Núverandi nefndarmenn hyggjast bjóða sig fram í tilnefningarnefnd félagsins.

Kjörtímabil nefndarmanna er 2 ár og skulu nefndarmenn vera óháðir félaginu og daglegum stjórnendum þess, sbr. grein 2.3. í starfsreglum tilnefningarnefndar félagsins.

Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem félagið lætur í té og fylgir auglýsingu þessari, einnig er unnt að nálgast eyðublaðið á heimasíðu félagsins https://www.eik.is/hluthafar/.

Tillögur hluthafa og framboð skulu send á netfangið stjornun@eik.is sem fyrst en þó eigi síðar en 5 sólarhringum fyrir fund, þ.e. fyrir kl. 16:00 þann 6. apríl 2024.

Upplýsingar um framboð í tilnefningarnefnd verða birtar á heimasíðu félagsins eigi síðar en 2 sólarhringum fyrir hluthafafund, í samræmi við starfsreglur nefndarinnar.

Viðhengi



Attachments

Framboð í tilnefningarnefnd Eikar fasteignafélags (eyðublað)