SKEL fjárfestingafélag hf.: SKEL og Samkaup komast að samkomulagi um framhald á könnunarviðræðum


Vísað er til tilkynningar dags. 19. janúar 2024 vegna undirritunar SKEL fjárfestingafélags hf. („SKEL“) og Samkaupa hf. („Samkaup“), kt. 571298-3769 á yfirlýsingu þess efnis að aðilar hæfu könnunarviðræður vegna mögulegs samruna Samkaupa og tiltekinna félaga í samstæðu SKEL, nánar tiltekið Orkunnar IS ehf., Löður ehf., Heimkaupa ehf., Lyfjavals ehf. o.fl.

Við undirritun framangreindrar yfirlýsingar var gert ráð fyrir því að niðurstöður einkaviðræðna myndu liggja fyrir eigi síðar en 22. mars 2024. Í ljósi þess að viðræður aðila, sem lúta m.a. að heildarmati á viðskiptalegum og samkeppnislegum sjónarmiðum, eru yfirstandandi hafa aðilar komist að samkomulagi um að framlengja einkaviðræður til 15. maí 2024.

Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, fjarfestar@skel.is.