Alvotech tilkynnir um útgáfu eigin hlutabréfa

Iceland, Germany, India, U.S.


Alvotech (NASDAQ: ALVO) tilkynnti í dag að stjórn fyrirtækisins hefði ákveðið að gefa út þrettán milljón (13.000.000) nýja almenna hluti í félaginu. Dótturfélag Alvotech, Alvotech Manco ehf. („dótturfélagið“) kaupir öll bréfin af móðurfélaginu á genginu 15,98 Bandaríkjadalir á hlut. Hlutir dótturfélagsins eru taldir til eigin hlutabréfa Alvotech og fylgir þeim því hvorki atkvæðisréttur né réttur til arðgreiðslu.

Að loknum þessum viðskiptum á dótturfélagið alls 23.160.596 hluti í móðurfélaginu, eða um 7,7%  útgefinna hlutabréfa. Við útgáfu þessara hlutabréfa eykst fjöldi útgefinna hluta úr 289.727.462 hlutum í 302.727.462 hluti.

Alvotech tilkynnti 26. febrúar sl. að félagið hefði tekið tilboði hóps fjárfesta í 10.127.132 almenna hluti í félaginu. Aukning eigin hlutabréfa gerir Alvotech kleift að mæta afhendingu þessara hluta og eiga áfram nægan fjölda hluta til að standa við fjárhagslegar skuldbindingar s.s. vegna áskriftarréttinda (e. warrants), breytilegra skuldabréfa, hvatakerfis fyrir starfsmenn o.fl. 

Um Alvotech
Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur að þróun átta líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið
Benedikt Stefánsson, forstöðumaður
alvotech.ir@alvotech.com