SKEL fjárfestingafélag hf.: Hlutafjárlækkun


Á aðalfundi SKEL þann 7. mars 2024 var samþykkt tillaga stjórnar um að lækka hlutafé félagsins. Lækkunin nemur kr. 57.554.742 að nafnverði og tekur til eigin hluta sem félagið hefur eignast með kaupum á eigin hlutum samkvæmt endurkaupaáætlunum. Eftir lækkunina er hlutafé félagsins kr. 1.878.479.032.

Beiðni hefur verið send á Nasdaq og mun lækkunin verða framkvæmd 27. mars 2024.

Vísað er til tilkynningar félagsins sem birtist í fréttakerfi Kauphallar þann 7. mars sl. þar sem greint er frá niðurstöðum aðalfundar.

Nánari upplýsingar veitir Magnús Ingi Einarsson, fjármálastjóri, fjarfestar@skel.is