Kaldalón hf.: Aðalfundur 3. apríl 2024 - framboð til stjórnar

Reykjavik, Iceland


Aðalfundur Kaldalón hf. verður haldinn miðvikudaginn 3. apríl 2024, kl. 16:00. Fundurinn verður haldinn á Grand hótel, Sigtúni 28, 105 Reykjavík.

Framboðsfrestur til stjórnar Kaldalón hf. er runninn út. Eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér í stjórn félagsins.

  • Álfheiður Ágústsdóttir
  • Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason
  • Haukur Guðmundsson
  • María Björk Einarsdóttir
  • Pálína María Gunnlaugsdóttir

Þá hafa eftirtaldir aðilar gefið kost á sér sem varamenn í stjórn félagsins.

  • Gunnar Henrik Gunnarsson
  • Hildur Leifsdóttir

Nánari upplýsingar um frambjóðendur má finna í skýrslu tilnefningarnefndar sem birt var 7. mars. Skýrslu tilnefningarnefndar ásamt endanlegri dagskrá aðalfundar má nálgast á vefsvæði fundarins kaldalon.is/adalfundur2024

Nánari upplýsingar veitir Jón Þór Gunnarsson, forstjóri, kaldalon@kaldalon.is