Fjárhagsdagatali Regins hf. 2024 - 2025, sem var birt 20. desember 2023, hefur verið breytt.
Áætlaðar dagsetningar eru nú:
Afkoma fyrsta ársfjórðungs | 8. maí 2024 |
Afkoma annars ársfjórðungs | 21. ágúst 2024 |
Afkoma þriðja ársfjórðungs | 6. nóvember 2024 |
Ársuppgjör 2024 | 12. febrúar 2025 |
Aðalfundur 2025 | 11. mars 2025 |
Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða.
Stjórn félagsins hefur skipt með sér verkum:
Tómas Kristjánsson var kjörinn formaður stjórnar og Bryndís Hrafnkelsdóttir varaformaður stjórnar. Aðrir stjórnarmenn eru Benedikt Olgeirsson, Guðrún Tinna Ólafsdóttir og Heiðrún Jónsdóttir.
Í endurskoðunarnefnd tóku sæti Anna Þórðardóttir löggiltur endurskoðandi sem formaður og stjórnarmennirnir Benedikt Olgeirsson og Heiðrún Jónsdóttir.
Í starfskjaranefnd tóku sæti stjórnarmennirnir Guðrún Tinna Ólafsdóttir sem formaður, Tómas Kristjánsson og Bryndís Hrafnkelsdóttir.
Áðurnefnd skipan felur í sér að kynjahlutfall stjórnar er 60% konur og 40% karlar. Hlutfall kvenna í undirnefndum stjórnar er 67% og karla 33%.
Nánari upplýsingar veitir Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Regins hf., sími: 821 0001