Reginn hf.: Breytt fjárhagsdagatal og upplýsingar um stjórn


Fjárhagsdagatali Regins hf. 2024 - 2025, sem var birt 20. desember 2023, hefur verið breytt.

Áætlaðar dagsetningar eru nú:

Afkoma fyrsta ársfjórðungs 8. maí 2024
Afkoma annars ársfjórðungs 21. ágúst 2024
Afkoma þriðja ársfjórðungs 6. nóvember 2024
Ársuppgjör 2024 12. febrúar 2025
Aðalfundur 2025 11. mars 2025

Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða.

Stjórn félagsins hefur skipt með sér verkum:

Tómas Kristjánsson var kjörinn formaður stjórnar og Bryndís Hrafnkelsdóttir varaformaður stjórnar. Aðrir stjórnarmenn eru Benedikt Olgeirsson, Guðrún Tinna Ólafsdóttir og Heiðrún Jónsdóttir.

Í endurskoðunarnefnd tóku sæti Anna Þórðardóttir löggiltur endurskoðandi sem formaður og stjórnarmennirnir Benedikt Olgeirsson og Heiðrún Jónsdóttir.

Í starfskjaranefnd tóku sæti stjórnarmennirnir Guðrún Tinna Ólafsdóttir sem formaður, Tómas Kristjánsson og Bryndís Hrafnkelsdóttir.

Áðurnefnd skipan felur í sér að kynjahlutfall stjórnar er 60% konur og 40% karlar. Hlutfall kvenna í undirnefndum stjórnar er 67% og karla 33%.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Regins hf., sími: 821 0001