- Langtímasamningur hefur náðst við leiðandi innkaupaaðila lyfja í Bandaríkjunum um sölu- og dreifingu á líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech í háum styrk með útskiptanleika við Humira
- Með þessum samningi eykst útbreiðsla hliðstæðunnar í Bandaríkjunum og aðgengi sjúklinga að hagkvæmari líftæknilyfjum
Alvotech (NASDAQ: ALVO) tilkynnti í dag að félagið hefði gert langtímasamning við leiðandi innkaupaaðila lyfja í Bandaríkjunum um sölu og markaðssetningu á adalimumab-ryvk, fyrstu líftæknilyfjahliðstæðunni í háum styrk með útskiptanleika við Humira, sem var nýlega samþykkt af Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA).
„Við erum gríðarlega ánægð með þennan samning, en hann er í samræmi við væntingar okkar við gerð afkomuspár Alvotech fyrir árið 2024. Með þessum samningi mun Alvotech stuðla að auknu aðgengi sjúklinga að hagkvæmari heilbrigðisþjónustu á stærsta lyfjamarkaði heims,“ sagði Róbert Wessman, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech.
Engin breyting verður á samstarfi Alvotech og Teva Pharmaceuticals. Teva er stærsta fyrirtæki á sínu sviði í Bandaríkjunum og markaðssetur líftæknilyfjahliðstæður Alvotech á þeim markaði.
Notkun vörumerkja
Humira® er skráð vörumerki AbbVie Biotechnology Ltd.
Um Alvotech
Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur meðal annars að þróun líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu, Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum. Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Advanz Pharma (EES, Bretland, Sviss, Kanada, Ástralía og Nýja Sjáland), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).
Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið
Benedikt Stefánsson, forstöðumaður
alvotech.ir@alvotech.com