Kaldalón hf: Viðræðum við Regin hf. um kaup á fasteignum slitið

Reykjavik, Iceland


Vísað er til tilkynningar Kaldalóns hf. hinn 23. apríl sl. um að stjórn félagsins hefði samþykkt að hefja viðræður við Regin hf. um möguleg kaup á tilteknum fasteignum. Eins og fram kom í tilkynningu Kaldalóns voru viðræðurnar tengdar mögulegri sátt Regins hf. við Samkeppniseftirlitið í tengslum við valfrjáls tilboð Regins hf. í hlutafé Eikar fasteignafélags hf.

Í samræmi við tilkynningu Regins hf. í dag um að samrunatilkynning félagsins til Samkeppniseftirlitsins hafi verið afturkölluð, hefur viðræðum Kaldalóns og Regins hf. um kaup á fasteignum verið slitið.

Nánari upplýsingar veitir Jón Þór Gunnarsson, forstjóri, jon.gunnarsson@kaldalon.is