Hagar hf.: Skýrsla tilnefningarnefndar til aðalfundar 2024


Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn fimmtudaginn 30. maí 2024 og hefst hann kl. 15:00 á Hilton Reykjavík Nordica (Vox Club), Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík.

Þann 19. mars 2024 var birt auglýsing frá tilnefningarnefnd Haga hf., þar sem þeim sem vilja gefa kost á sér til setu í stjórn Haga hf. var bent á að tilkynna það skriflega til tilnefningarnefndar eigi síðar en 19. apríl 2024.

Alls bárust tilnefningarnefnd 5 framboð til stjórnar fyrir auglýstan frest nefndarinnar og voru þau öll frá núverandi stjórnarmönnum.

Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn skipuð fimm mönnum. Tilnefningarnefnd hefur nú lokið störfum og farið yfir þau framboð sem bárust innan tiltekins frests. Það er einhuga niðurstaða nefndarinnar að leggja til við hluthafa að allir núverandi stjórnarmenn verðu endurkjörnir en þau eru:

  • Davíð Harðarson, fjármálastjóri Travel Connect
  • Eiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kaldbaks ehf.
  • Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður hjá LMG lögmönnum
  • Jensína Kristín Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri og meðeigandi Vinnvinn ehf.
  • Sigríður Olgeirsdóttir, stjórnarformaður Nova og stjórnarmaður í Íslandshótelum

Skýrslu tilnefningarnefndar má finna hér meðfylgjandi.

Hægt er að tilkynna um framboð til stjórnar skriflega skemmst 5 sólarhringum fyrir aðalfund, þ.e. eigi síðar en kl. 15:00 þann 25. maí 2024. Þegar lögboðinn framboðsfrestur er runninn út, eða minnst tveimur dögum fyrir hluthafafund, verður tilkynnt um endanlegan lista frambjóðenda.

Viðhengi



Attachments

Skýrsla tilnefningarnefndar Haga 2024_undirrituð