Kaldalón hf.: Útgáfa skuldabréfa með stækkun á skuldabréfaflokki KALD 150234

Reykjavik, Iceland


Kaldalón hf. hefur lokið við að stækka skuldabréfaflokkinn KALD 150234, sem gefinn er út undir 30.000 milljóna króna útgáfuramma félagsins.

Kaldalón hf. seldi 1.860 milljónir króna, í skuldabréfaflokknum KALD 150234, á 4,10% ávöxtunarkröfu.  Áður útgefið í skuldabréfaflokknum var 3.140 milljónir króna. Heildarstærð flokksins verður því 5.000 milljónir króna.

Skuldabréfaflokkurinn KALD 150234 er verðtryggður á föstum 4% ársvöxtum, til 10 ára en endurgreiðsluferli afborgana og vaxta fylgir 30 ára jafngreiðsluferli. Skuldabréfaflokkurinn er veðtryggður samkvæmt almennu tryggingarfyrirkomulagi og er nú þegar skráður til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Áætlaður greiðslu- og uppgjörsdagur er fyrirhugaður föstudaginn 24. maí 2024. Afrakstri skuldabréfaútboðsins verður varið til endurfjármögnun skulda félagsins.

Landsbankinn hf. hafði umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku stækkunarinnar til viðskipta á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Salan var framkvæmd í lokuðu útboði (e. private placement).

Grunnlýsing og viðauki við grunnlýsinguna hafa verið birt í tengslum við útgáfuramma félagsins. Grunnlýsing útgáfuramma, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu skuldabréfaflokksins og töku skuldabréfanna til viðskipta í Kauphöll verða birt á vefsíðu félagsins; https://kaldalon.is/fjarfestar/.

Nánari upplýsingar veita

Sigurbjörg Ólafsdóttir, fjármálastjóri Kaldalóns hf., sigurbjorg.olafsdottir@kaldalon.is

Gunnar S. Tryggvason, Verðbréfamiðlun Landsbankans hf., í síma 821 2090 eða gunnars@landsbankinn.is