Heimar hf.: Breytt fjárhagsdagatal


Fjárhagsdagatali Heima hf. 2024 - 2025, sem var upphaflega birt 20. desember 2023, hefur verið breytt.

Áætlaðar dagsetningar eru nú:

Afkoma annars ársfjórðungs28. ágúst 2024
Afkoma þriðja ársfjórðungs6. nóvember 2024
Ársuppgjör 202412. febrúar 2025
Aðalfundur 202511. mars 2025
  

Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér stað eftir lokun markaða.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima hf., sími: 821 0001