Hagar hf.: Hluthafafundur Haga þann 30. ágúst 2024


Stjórn Haga hf., kt. 670203-2120, boðar til hluthafafundar í félaginu föstudaginn 30. ágúst 2024 og hefst hann kl. 10:00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík.

Dagskrá:

  1. Tillaga stjórnar um kaupréttarkerfi
  2. Umræður og önnur málefni sem löglega eru upp borin


Hluthafar sem ekki sjá sér fært að mæta til fundar og heimila ekki öðrum aðila til að mæta á fund í sínu umboði geta tekið þátt í atkvæðagreiðslu á fundinum bréflega. Meðfylgjandi má finna nánari leiðbeiningar og atkvæðaseðil.

Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar eigi síðar en föstudaginn 23. ágúst 2024. Hluthöfum er þó bent á að óski þeir eftir að fá mál sett á dagskrá eða leggja fram ályktunartillögur á fundinum þarf að beina því skriflega og í endanlegu formi til félagsstjórnar eigi síðar en 10 dögum fyrir fund, þ.e. eigi síðar en þriðjudaginn 20. ágúst 2024, kl. 10:00, á netfangið hluthafafundur@hagar.is.

Stjórn félagsins vill árétta að forsvarsmenn hluthafa sem sækja fundinn, þ.e. forsvarsmenn fyrirtækja, lífeyrissjóða, fjárfestingasjóða, einstaklinga eða annarra hluthafa, ber að skila umboði við skráningu inn á fundinn. Einnig verða einstaklingar beðnir um að framvísa persónuskilríkjum.

Stjórn Haga hf.

Viðhengi



Attachments

Kaupréttarkerfi - tillaga stjórnar til hluthafafundar ágúst 2024 Leidbeiningar fyrir hluthafa_atkvaedagreidsla ágúst 2024 Póstatkvæðaseðill hluthafafundur ágúst 2024 Umboð fyrir hluthafafund ágúst 2024