Heimar hf.: Hluthafafundur Heima hf. verður haldinn 30. ágúst 2024


Stjórn Heima hf., („Heimar“ eða „félagið“) boðar til hluthafafundar í félaginu og verður hann haldinn á skrifstofu félagsins að Hagasmára 1, 201 Kópavogi, föstudaginn 30. ágúst  2024 klukkan 12:15.

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

1.     Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu lögð fram til samþykktar

Stjórn Heima leggur til við hluthafafund að uppfærð starfskjarastefna verði samþykkt.

2.     Tillaga stjórnar um kaupréttaráætlun fyrir stjórnendur

Stjórn Heima leggur til við hluthafafund að stjórn verði heimilað að samþykkja kaupréttaráætlun fyrir forstjóra, framkvæmdastjóra og aðra stjórnendur félagsins í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.

3.     Tillaga stjórnar um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins

Stjórn Heima leggur til að við samþykktir verði bætt nýrri heimild í 2. mgr. 4. gr. til hækkunar hlutafjár vegna innleiðingar kaupréttaráætlunar.

4.     Önnur mál, löglega fram borin.

Aðilar sem eru skráðir hluthafar í hlutaskrá samkvæmt hluthafakerfi félagsins þegar hluthafafundur fer fram geta beitt réttindum sínum á hluthafafundi. Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð og skal það dagsett en form að umboði er aðgengilegt á vefsíðu félagsins. Tekið skal fram að umboð getur aldrei gilt lengur en í eitt ár frá dagsetningu þess.

Óskað er eftir að umboð berist tímanlega fyrir dagsetningu hluthafafundar á netfangið fjarfestatengsl@heimar.is og skal það vera undirritað af hluthafa eða prókúruhafa. Einnig er fundarmanni heimilt að framvísa umboði við mætingu á hluthafafund en þá skal þess gætt að mæta tímanlega til að hægt sé að yfirfara umboðið með tilliti til gildis þess. Umboð verða ekki afturkölluð svo gilt sé gagnvart félaginu eftir að þeim hefur verið framvísað við afhendingu fundargagna eða eftir setningu fundarins, hvort heldur sem fyrr er.

Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á hluthafafundinum, ef hann gerir skriflega kröfu um það til stjórnar áður en ein vika er til fundarins. Mikilvægt er að tillögur berist með það miklum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins, en eigi síðar en tíu dögum fyrir hluthafafund, eða kl.12:15 þann 20. ágúst 2024. Hægt er að senda tillögur fyrir fundinn á netfangið fjarfestatengsl@heimar.is

Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Nánari upplýsingar um réttindi hluthafa er að finna á heimasíðu félagsins.

Gögn vegna fundarins verða aðgengileg á skrifstofu félagsins og á vefsvæði tengdu hluthafafundi á heimasíðu félagsins, www.heimar.is/fjarfestavefur en endanleg dagskrá og tillögur verða aðgengilegar að minnsta kosti einni viku fyrir hluthafafund, sbr. 18. gr. samþykkta félagsins. Hluthafafundur félagsins verður án pappírsgagna.

Meðfylgjandi er fundarboð, dagskrá og tillögur, kaupréttaráætlun, starfskjarastefna og samþykktir.

Stjórn Heima hf.

Viðhengi



Attachments

Heimar hf. - Hluthafafundur - Fundarboð Dagskrá og tillögur hluthafafundar Heima 30082024 Heimar hf - Kaupréttaráætlun - 30082024 Starfskjarastefna Heima hf 30082024 með breytingum Samþykktir Heima hf- 30082024 með breytingum