Brim: Kynningarfundur fyrir uppgjör annars ársfjórðungs fimmtudaginn 29. ágúst.



Brim hf. mun birta uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2024 eftir lokun markaða fimmtudaginn 29. ágúst.

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta verður haldinn fimmtudaginn 29. ágúst klukkan 16:30 í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1 þar sem boðið verður upp á léttar veitingar.

Guðmundur Kristjánsson forstjóri félagsins kynnir uppgjör fjórðungsins og svarar spurningum.

Fundinum verður jafnframt streymt og hægt verður að fylgjast með honum á www.brim.is/streymi. Velkomið er að senda spurningar fyrir fundinn eða á meðan fundi stendur á netfangið fjarfestatengsl@brim.is. Aðsendum spurningum verður svarað í lok fundar.

Nánari upplýsingar veitir Inga Jóna Friðgeirsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 858-1170 eða fjarfestatengsl@brim.is