Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar - júní 2024


Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar – júní 2024

Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar – júní 2024, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 29. ágúst 2024.

Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar – júní 2024 er fyrsta árshlutauppgjör stofnunarinnar sem er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla fyrir opinbera aðila sem miða við rekstrargrunn (e. accrual basis IPSAS, International Public Sector Accounting Standards, vísað til sem "IPSAS").

Eiginfjárstaða stofnunarinnar er áfram sterk og gefur henni færi á að vera öflugur bakhjarl atvinnulífs á landsbyggðunum.

Afkoma tímabilsins var jákvæð um 1.090 milljónir króna á móti jákvæðri afkomu upp á 285 milljónir króna á sama tímabili 2023. Eiginfjárhlutfall í lok árs skv. eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var 24,64% í lok júní.

Um stofnunina gilda lög um Byggðastofnun nr. 106/1999 og reglugerð nr. 347/2000. Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Í samræmi við hlutverk sitt undirbýr, skipuleggur og fjármagnar stofnunin verkefni og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Stofnunin skipuleggur og vinnur að atvinnuráðgjöf í samstarfi við landshlutasamtök, sveitarfélög og aðra haghafa. Byggðastofnun fylgist með þróun byggðar í landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum. Stofnunin getur gert eða látið gera áætlanir um þróun byggðar og atvinnulífs í þeim tilgangi að treysta búsetu og atvinnu í byggðum landsins.   Þá annast stofnunin framkvæmd laga um póstþjónustu og hafa eftirlit með póstþjónustu eins og nánar er kveðið á um í lögum um það efni. Skrifstofa stofnunarinnar er á Sauðárkróki.

Helstu niðurstöður úr árshlutareikningi

  • Afkoma tímabilsins var jákvæð um 1.090 milljónir króna.
  • Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki var 24,64% en skal að lágmarki vera 8%.
  • Hreinar vaxtatekjur voru 771 milljón króna eða 50% af vaxtatekjum, samanborið við 557 milljónir króna (39% af vaxtatekjum) hreinar vaxtatekjur á sama tímabili 2023.
  • Laun og annar rekstrarkostnaður nam 350 milljónum króna samanborið við 326 milljónir árið 2023.
  • Eignir námu 28.393 milljónum króna og hafa hækkað um 3.057 milljónir frá árslokum 2023. Þar af voru útlán 24.237 milljónir samanborið við 22.071 milljónir í árslok 2023.
  • Skuldir námu 22.604 milljónum króna og hækkuðu um 1.967 milljón frá áramótum.

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar í síma 455 5400 eða á netfanginu arnar@byggdastofnun.is

Lykiltölur úr árshlutareikningi og samanburður við fyrri ár

 30.6.20242023
 Þús. kr.Þús. kr.
Yfirlit um afkomu  
Vaxtatekjur.................................................1.533.7322.706.642
Vaxtagjöld..................................................763.0491.463.293
Hreinar vaxtatekjur.....................................770.6831.243.349
Aðrar rekstrartekjur.....................................426.363656.934
Hreinar rekstrartekjur..................................1.197.0461.900.283
   
Önnur rekstrargjöld.....................................106.7291.196.783
Afkoma ársins..........................................1.090.317703.500
   
Með rekstrargjöldum eru færð framlög í afskriftareikning útlána lánsloforða og annarra krafna-464.170164.172
   
   
Efnahagsreikningur30.6.202431.12.2023
Eignir  
Handbært fé................................................1.737.413926.930
Markaðsskuldabréf.......................................349.979340.013
Aðrar kröfur................................................10.42425.296
Hlutabréf.....................................................317.846285.687
Fullnustueignir.............................................1010
Hlutdeildarfélög...........................................969.649904.568
Útlán til viðskiptavina...................................24.237.72522.071.447
Varanlegir rekstrarfjármunir.........................769.619781.796
Eignir samtals..........................................28.392.66625.335.747
   
Skuldir og eigið fé  
Lántökur og skuldabréfaútgáfur.....................21.340.48719.901.162
Óráðstöfuð framlög......................................856.557529.287
Aðrar skuldir...............................................406.966206.960
Skuldir samtals........................................22.604.01020.637.408
   
Eigið fé  
Eiginfjárframlag...........................................7.800.0007.800.000
Uppsöfnuð afkoma.......................................-2.011.344-3.101.661
Eigið fé samtals...........................................5.788.6564.698.339
   
Skuldir og eigið fé samtals......................28.392.66625.335.747
   
Sjóðstreymi30.6.20242023
Handbært fé (-til) frá rekstri.........................-437.088-913.756
Fjárfestingarhreyfingar.................................-8.2020
Fjármögnunarhreyfingar...............................1.260.297163.058
Hækkun/(-lækkun) á handbæru fé................815.007-750.698
Gengismunur á handbæru fé.........................-4.524-8.709
Handbært fé í ársbyrjun...............................926.9301.686.337
Handbært fé í lok árs...............................1.737.413926.930
   
Eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og sparisjóði24,64%22,64%

Viðhengi



Attachments

Fréttatilkynning v árshlutareiknings 2024 Byggðastofnun Árshlutauppgjör 30.06.2024