Íþaka fasteignir ehf. hafa birt lýsingar dagsettar 26. ágúst 2024. Lýsingarnar samanstanda annars vegar af útgefandalýsingu og hins vegar verðbréfalýsingu og eru birtar í tengslum við umsókn útgefanda um að skuldabréf í flokknum ITHAKA 051233 verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. Lýsingarnar hafa verið staðfestar af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og verður skuldabréfaflokkurinn tekin til viðskipta föstudaginn 2. september hjá Nasdaq Iceland hf.
Skuldabréf að nafnvirði 3.240 m.kr. voru seld í flokknum ITHAKA 051233.
Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hafði umsjón með því ferli að fá lýsingarnar staðfestar hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og töku skuldabréfaflokksins til viðskipta. Lýsingarnar má finna á heimasíðu útgefanda, https://www.ithaka.is/fjarmala-og-markadsupplysingar. Jafnframt má nálgast þær á skrifstofu félagsins Lynghálsi 4, 110 Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir Gunnar Valur Gíslason, framkvæmdastjóri, í síma 822-4403 eða í tölvupósti á gunnarvalur@ithaka.is.