Samstæðuárshlutareikningur Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. 1. janúar – 30. júní 2024


Samstæðuárshlutareikningur Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2024 var staðfestur af stjórn félagsins í dag 30. ágúst 2024.

Rekstrartekjur samstæðunnar á tímabilinu námu 53,9 milljónum evra. Tap samkvæmt rekstrarreikningi samstæðunnar nam 3,2 milljónum evra á tímabilinu og skýrist breyting afkomu frá fyrra tímabili fyrst og fremst af lægri hlutdeildarafkomu í Brim í kjölfar loðnubrests.

Eignir samstæðunnar í lok tímabilsins samkvæmt efnahagsreikningi námu 458,3 milljónum evra og skuldir námu 182,5 milljónum evra. Bókfært eigið fé samstæðunnar nam 275,8 milljónum evra og var eiginfjárhlutfall samstæðunnar 60,2% í lok tímabilsins.

Samstæðuárshlutareikningur Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. er gerður í samræmi við alþjóðlegan reikningsskilastaðal um árshlutareikninga, IAS 34, eins og hann hefur verið staðfestur af Evrópusambandinu, og viðbótarkröfur í lögum um ársreikninga.

Nánari upplýsingar veitir Runólfur Viðar Guðmundson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. í síma 580-4200.

Viðhengi



Attachments

Samstæðuárshlutareikningur 30.6.2024 - Útgerðarfélags Reykjavíkur hf