Útgerðarfélag Reykjavíkur hf.: Staðfesting á skýrslum um fjárhagslegar kvaðir skuldabréfaflokka ÚR


Meðfylgjandi er staðfesting Deloitte ehf. á skýrslu Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. um fjárhagslegar kvaðir í tengslum við skuldabréfaútgáfu ÚR. Útreikningar og staðfesting fjárhagslegra skilyrða skal fara fram í kjölfar birtingar árshluta- og ársreiknings félagsins en árshlutauppgjör samstæðu Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. var birt fyrr í dag 30. ágúst 2024.

Yfirferð staðfestingaraðila á fjárhagslegum kvöðum samræmist mati Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. og var skýrsla um fjárhagslegar kvaðir því staðfest.

Nánari upplýsingar veitir Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. í síma 580-4200.

Viðhengi



Attachments

Staðfesting Deloitte 30.6.2024 (005)