Hagar hf.: Ákvörðun um að hefja formlegt söluferli á eignarhlutum Olís og Festi í Olíudreifingu ehf.


Í tilkynningu Haga frá 10. apríl 2024 var meðal annars greint frá því að Olís, dótturfélag Haga, og Festi hefðu komist að samkomulagi um að hefja undirbúning sölumeðferðar á eignarhlutum félaganna í Olíudreifingu ehf.

Í framhaldi af þeim undirbúningi hafa Olís og Festi ákveðið að hefja formlegt söluferli á eignarhlutum félaganna í Olíudreifingu.

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur verið falin umsjón með söluferlinu og veitir frekari upplýsingar um ferlið í gegnum netfangið project_stream@islandsbanki.is

Nánar verður upplýst um framvindu ferlisins um leið og tilefni er til.   
  

Olíudreifing er 40% í eigu Olís og 60% í eigu Festi. Félagið er mikilvægt innviðafélag hvað varðar birgðahald og dreifingu á eldsneyti á Íslandi.