Heimar hf. („Heimar“ eða „félagið“) hafa samþykkt kauptilboð Módelhúsa ehf. í fimm fasteignir. Fasteignirnar eru staðsettar utan skilgreindra kjarnasvæða Heima og samræmist sala þeirra stefnuáherslum félagsins.
Fasteignirnar sem um ræðir eru að Eyrartröð 2a, Norðurhellu 10 og Reykjavíkurvegi 74, Hafnarfirði, auk fasteigna að Vatnagörðum 6 og Vatnagörðum 8, Reykjavík. Heildarfermetrafjöldi fasteignanna er 8.962 m2.
Söluverð eignanna er samtals 3.275 milljónir kr. og er áætlaður söluhagnaður 351 milljón kr. Núverandi leigutekjur eignanna nema um 250 milljónum kr. á ársgrundvelli. Söluandvirðið verður nýtt til fjárfestinga í samræmi við fjárfestingastefnu félagsins.
Kauptilboðið er háð hefðbundnum fyrirvörum, m.a. um ástandsskoðun og fjármögnun. Áætlað er að kaupsamningar um fasteignirnar verði undirritaðir eigi síðar en í nóvember 2024.
Nánari upplýsingar veitir Halldór Benjamín Þorbergsson í s. 821-0001