Stjórn Reita fasteignafélags hf. hefur boðað til hluthafafundar í félaginu sem haldinn verður miðvikudaginn 16. október 2024 kl. 15:30 á Hotel Natura, Nauthólsvegi 52 í Reykjavík, í sal 3.
Engar efnislegar breytingar hafa orðið frá áður birtri dagskrá hluthafafundarins en ákveðið hefur verið að breyta röðun dagskrárliða. Endanlega dagskrá má finna í viðhengi.
Boðið er upp á forskráningu sem stendur til kl. 12:00 á fundardegi. Til þess að forskrá er haft samband við hluthafafundur@reitir.is með neðangreindum upplýsingum:
- Kennitala hluthafa
- Nafn þess sem mætir
- Kennitala þess sem mætir
- Skannað eða rafrænt undirritað eintak af umboði
Fyrir þá hluthafa sem komast ekki á fundinn en vilja beita atkvæði sínu þá hefur Jón Ásbjörnsson, lögfræðingur hjá Arta lögmönnum, verið fenginn til þess að mæta á fundinn sem umboðsmaður þeirra sem vilja. Umboðsform er að finna inn á heimasíðu félagsins.
Upplýsingar veitir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri, í síma 624 0000 eða á gudni@reitir.is.
Viðhengi