Heimar hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar


Á aðalfundi Heima hf. („Heimar“ eða „félagið“) þann 12. mars 2024 var samþykkt að heimila stjórn félagsins að kaupa allt að 10% af heildarhlutafé félagsins í því skyni að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun.

Á grundvelli þeirrar heimildar hefur stjórn Heima tekið ákvörðun um framkvæmd endurkaupaáætlunar til kaupa á hlutum í félaginu fyrir allt að 500.000.000 kr. að kaupvirði, í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins. Ræðst fjöldi hluta af kaupverði hluta við framkvæmd áætlunarinnar. Í dag eiga Heimar 16.312.500 eigin hluti.

Íslandsbanki hf. („Íslandsbanki“) mun hafa umsjón með framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar og taka allar ákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð Heimum.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög, þ.m.t. lög um hlutafélög nr. 2/1995, reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik (MAR) nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnar ESB (EU) 2016/1052 frá 8. mars 2016, sbr. lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021. Þegar ákvarðanir eru teknar, og í framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar, skal fara eftir framangreindum ákvæðum, eins og við á, og gagnsæi tryggt í viðskiptum með eigin hluti tryggt við framkvæmd áætlunarinnar.

Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar er þannig að kaup að nafnvirði hvers dags verða að hámarki 25% af meðaldagsveltu með hlutabréf Heima á undangengnum 20 viðskiptadögum áður en kaup eru framkvæmd og skal hámarksverð í kaupum vera verð síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í Kauphöll Nasdaq Iceland. Íslandsbanki hefur samkvæmt samningi aðila heimild til að hefja endurkaup í dag, 16. október 2024, og endurkaupaáætlunin er í gildi til aðalfundar Heima á árinu 2025 eða þar til endurkaupum að kaupvirði 500.000.000 kr. er lokið, hvort sem gerist fyrr. Heimar hafa heimild til að lækka það heildarkaupverð sem bankinn skal kaupa fyrir eða til að stöðva framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar hvenær sem er fyrrgreindu tímabili.

Viðskipti Heima með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt í samræmi við lög og reglur.

Nánari upplýsingar veitir:

Björn Eyþór Benediktsson – Framkvæmdastjóri fjármála – eythorb@heimar.is