Landsvirkjun hættir samstarfi um lánshæfismat við Moody’s


Landsvirkjun hefur ákveðið að nýta aðeins þjónustu frá einu alþjóðlegu lánshæfismatsfyrirtæki, S&P Global Ratings. Þar af leiðandi hefur Landsvirkjun sagt upp samningi sínum við Moody's. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar ítarlegrar endurskoðunar á þörfum Landsvirkjunar á þessu sviði. Niðurstaðan, sem var unnin með aðstoð erlendra ráðgjafa, var að eitt lánshæfismat væri nægjanlegt.

Nánari upplýsingar veitir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, 
í síma 515-9000, netfang: rafnar@lv.is.