Áætlað er að stjórn Kviku banka hf. samþykki árshlutareikning samstæðunnar fyrir þriðja ársfjórðung og fyrstu níu mánuði ársins 2024 á stjórnarfundi miðvikudaginn 6. nóvember og verður hann birtur í kjölfarið, eftir lokun markaða.
Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður með óhefðbundnu sniði að þessu sinni en uppgjörskynning verður hluti af Fjárfestadegi Kviku sem haldinn verður daginn eftir, fimmtudaginn 7. nóvember.
Á viðburðinum munu stjórnendur Kviku kynna stefnu og áherslur félagsins í kjölfar væntrar sölu á TM auk þess að farið verður yfir helstu atriði í uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung 2024.
Viðburðurinn fer fram í Norðurljósasal Hörpu, hefst kl.12:00 og stendur til kl. 16:00. Fundurinn fer fram á íslensku en kynningarefni er á ensku. Skráningarfrestur er til 25. október og hægt er að skrá sig hér en fundinum verður einnig streymt beint. Vinsamlegast athugið að skráning á viðburðinn er takmörkuð sökum sætaframboðs.
Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl Kviku á netfanginu fjarfestatengsl@kvika.is