Eik fasteignafélag hf.: Birting árshlutauppgjörs þann 31. október 2024 - Rafrænn kynningarfundur 1. nóvember


Eik fasteignafélag hf. mun birta uppgjör fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024 eftir lokun markaða fimmtudaginn 31. október nk. Rafrænn kynningarfundur verður haldinn föstudaginn 1. nóvember nk. klukkan 8:30. Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri og Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu. Tengill á fundinn mun verða sendur út samhliða birtingu uppgjörsins.