Með vísan til fyrri tilkynningar um kaup Reita á iðnaðar- og verslunarhúsnæði á Kársnesi, sem sjá má hér, tilkynnist að öllum fyrirvörum vegna kaupanna hefur verið aflétt. Kaupsamningur hefur verið undirritaður og afhending fer fram 1. nóvember nk. Fasteignirnar eru um 5.300 fm. að stærð og hýsa fjölbreyttan rekstur leigutaka. Fasteignirnar eru í útleigu að fullu og eru áætlaðar leigutekjur um 177 m.kr. og áætlaður rekstrarhagnaður á ári um 140 m.kr.
Upplýsingar veita Guðni Aðalsteinsson, forstjóri, í síma 624 0000 og á gudni@reitir.is og Kristófer Þór Pálsson, framkv.stj. fjárfestinga og greiningar í síma 659 1700 og á kristofer@reitir.is.
REITIR: Gengið hefur verið frá kaupum á iðnaðar- og verslunarhúsnæði á Kársnesi
| Source: Reitir fasteignafélag hf.