Hagar hf.: Úthlutun kauprétta


Stjórn Haga hf. hefur í dag ákveðið að veita tilteknum lykilstarfsmönnum félagsins kauprétti fyrir samtals 3.250.000 hlutum í félaginu, eða sem samsvarar 0,29% af hlutafé Haga hf. Kaupréttum var ekki úthlutað til framkvæmdastjórnar.

Skilmálar kaupréttarsamninganna eru í samræmi við kaupréttarkerfi sem samþykkt var á hluthafafundi Haga hf. þann 30. ágúst 2024. Samkvæmt kaupréttarkerfinu er heimilt að úthluta allt að 1,6% af hlutafé Haga hf. þegar kaupréttarkerfið var samþykkt og nú að lokinni úthlutun í dag hefur 1,46% af hlutafé Haga verið úthlutað. 

Meginefni kaupréttarsamninganna er sem hér segir:

  • Nýtingarverð / Kaupgengi kaupréttanna er 96,0 kr. fyrir hvern hlut sem samsvarar dagslokagengi hlutabréfa í Högum degi fyrir úthlutun, þann 14. nóvember 2024, að viðbættum 5,5% ársvöxtum frá úthlutunardegi til upphafsdags nýtingartímabils. Nýtingarverð skal leiðrétt (til lækkunar) fyrir framtíðar arðgreiðslum.
  • Ávinnslutími kaupréttarins er þremur (3) árum frá úthlutunardegi kauprétta (15. nóvember 2024) og ávinnur kaupréttarhafi 1/3 hluta kaupréttarins í hvert sinn þegar 12, 24 og 36 mánuðir eru liðnir frá úthlutunardegi.
  • Almennt séð falla kaupréttir niður fyrir ávinnslutíma ef ráðningarsambandi kaupréttarhafa við félagið er slitið.
  • Komi til þess að breyting verður á yfirráðum í félaginu, sbr. 100. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti er kaupréttarhafa heimilt að nýta allan kauprétt sinn.
  • Félaginu er óheimilt að veita lán eða ábyrgðir af nokkru tagi í tengslum við kaupréttarkerfið.

Heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Hagar hf. hafa veitt starfsmönnum sínum, að meðtaldri þeirri úthlutun sem nú er tilkynnt um, nemur 27.124.861 hlutum eða um 2,5% hlutafjár í félaginu. 

Nánari upplýsingar veitir Finnur Oddsson, forstjóri Haga, fo@hagar.is