SKAGI: Kynningarfundur vegna uppgjörs 3. ársfjórðungs 2024 – Breyttur fundartími


Áætlað er að stjórn Vátryggingafélags Íslands hf. (Skagi) samþykki árshlutareikning samstæðu vegna þriðja ársfjórðungs 2024 á stjórnarfundi miðvikudaginn 27. nóvember n.k. og verður hann birtur í kjölfarið, eftir lokun markaða. Kynningarfundur verður haldinn sama dag kl. 16:30 í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3, Reykjavík. Athugið breyttan fundartíma frá því sem áður hefur verið viðhaft hjá félaginu. 

Haraldur Þórðarson, forstjóri samstæðu og Brynjar Þór Hreinsson, fjármálastjóri samstæðu, munu kynna uppgjörið. 

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi og nálgast upptöku af fundinum á fjárfestasíðu félagsins. Þar verður einnig hægt að nálgast kynningarefni fundarins.