Kaldalón hf.: Útboð á víxlum

Reykjavik, Iceland


Kaldalón hf. efnir til útboðs á víxlum, þriðjudaginn 26. nóvember næstkomandi. Boðnir verða til sölu sex mánaða víxlar í nýjum flokki KALD 25 0602. Útboðið er í samræmi við stefnu félagsins um að vera reglulegur útgefandi víxla og skuldabréfa á markaði í gegnum útgáfuramma félagsins.

Útboðið verður með hollenskri aðferð, þ.e. öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu flötu vöxtunum sem tekið er. Víxlarnir eru gefnir út í 20 m.kr. nafnverðseiningum. Félagið áskilur sér rétt til þess að samþykkja öll tilboð, hafna öllum tilboðum eða taka tilboðum að hluta. Tilkynnt verður um niðurstöðu útboðsins og úthlutun til fjárfesta þegar niðurstaða liggur fyrir þó eigi síðar en fyrir opnun markaða miðvikudaginn 27. nóvember.  

Landsbankinn hf. hefur umsjón með útboðinu. Tilboðum, þar sem fram koma upplýsingar um nafnverð og flata vexti skal skilað til Landsbankans hf. fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 26. nóvember á netfangið: verdbrefamidlun@landsbankinn.is  

Greiðslu og uppgjörsdagur er fyrirhugaður mánudaginn 2. desember 2024.

Útboðið er lokað og undanþegið gerð lýsingar á grundvelli c og d-liðar, 4. mgr. 1. gr. lýsingarreglugerðar (ESB) nr. 2017/1129 , sem innleidd var með lögum nr. 14/2020, um sama efni. Grunnlýsing útgáfuramma, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu víxlaflokksins og töku víxlanna til viðskipta í Kauphöll verða birt á vefsíðu félagsins; kaldalon.is/fjarfestar

Nánari upplýsingar veita:

Sigurbjörg Ólafsdóttir, fjármálastjóri Kaldalóns hf. sigurbjorg.olafsdottir@kaldalon.is
Gunnar S. Tryggvason s: 821 2090 eða gunnars@landsbankinn.is