Landsbankinn hf.: Endurkaupatilboð á víkjandi skuldabréfum


Landsbankinn tilkynnir um tilboð til eigenda skuldabréfa í skuldabréfaflokknum LBANK T2I 29 (ISIN nr. IS0000031649) um að kaupa skuldabréfin til baka gegn greiðslu í reiðufé. Endurkaupin fara fram á hreina verðinu 100 sem jafngildir ávöxtunarkröfunni 3,85%.

Tilboðum skal skilað fyrir kl. 15:00 þann 9. desember 2024. Uppgjörsdagur viðskiptanna er 11. desember 2024.

Markaðsviðskipti Landsbankans hafa umsjón með endurkaupunum. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar í síma 410-7330 eða með tölvupósti, verdbrefamidlun@landsbankinn.is.

Landsbankinn stefnir á næstunni að útgáfu á nýjum víkjandi skuldabréfum í stað þeirra sem bankinn kaupir til baka í endurkaupatilboðinu.

Þessi tilkynning er birt af Landsbankanum hf. og inniheldur upplýsingar sem töldust eða kunna að hafa talist innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum, sem innihalda upplýsingar tengdar endurkaupatilboðinu sem lýst er hér að ofan. Tilkynning þessi er gerð af Hreiðari Bjarnasyni, framkvæmdastjóra fjármála hjá Landsbankanum hf., í samræmi við upplýsingaskyldu Landsbankans hf. samkvæmt MAR og 2. gr. framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EU) 2016/1055.