Landsbankinn hf.: Útboð víkjandi skuldabréfa


Landsbankinn mun halda lokað útboð á víkjandi skuldabréfum fimmtudaginn 12. desember kl. 15:00.

Boðinn verður til sölu nýr verðtryggður flokkur víkjandi skuldabréfa, LBANK T2I 36, sem telja til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2). Skuldabréfin bera fasta vexti sem greiðast einu sinni á ári, lokagjalddagi er í júní 2036 með innköllunarheimild í júní 2031 og á hverjum vaxtagjalddaga þar á eftir (11,5NC6,5).

Útboðsfyrirkomulagi er þannig háttað að skuldabréfin bjóðast fjárfestum á sama verði, hæsta samþykkta ávöxtunarkrafan ræður verðinu. Landsbankinn áskilur sér rétt til þess að samþykkja öll tilboð, hafna öllum tilboðum eða taka tilboðum að hluta. Áætlaður uppgjörsdagur er 19. desember 2024.

Útboðið er ekki ætlað almennum fjárfestum.

Markaðsviðskipti Landsbankans hafa umsjón með útboðinu. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar í síma 410-7330 eða með tölvupósti, verdbrefamidlun@landsbankinn.is.