Landsbankinn bauð eigendum skuldabréfa í skuldabréfaflokknum LBANK T2I 29 (ISIN nr. IS0000031649) að kaupa skuldabréfin til baka gegn greiðslu í reiðufé á hreina verðinu 100 sem jafngildir ávöxtunarkröfunni 3,85%.
Niðurstaða endurkaupatilboðs leiðir til þess að Landsbankinn kaupir 3.820 m.kr. að nafnverði í flokki LBANK T2I 29. Uppgjör endurkaupanna fer fram þann 11. desember 2024.
Þessi tilkynning er birt af Landsbankanum hf. og inniheldur upplýsingar sem töldust eða kunna að hafa talist innherjaupplýsingar í skilningi 7. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik (MAR), sbr. lög nr. 60/2021, um aðgerðir gegn markaðssvikum, sem innihalda upplýsingar tengdar endurkaupatilboðinu sem lýst er hér að ofan. Tilkynning þessi er gerð af Hreiðari Bjarnasyni, framkvæmdastjóra fjármála hjá Landsbankanum hf., í samræmi við upplýsingaskyldu Landsbankans hf. samkvæmt MAR og 2. gr. framkvæmdarreglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EU) 2016/1055.