Síminn hf. – Héraðsdómur Reykjavíkur sýknar Seðlabanka Íslands


Vísað er til tilkynningar Símans hf. þann 3. nóvember 2023 þar sem fjallað var um ákvörðun fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands, dags. 31. október 2023, um að sekta Símann hf. um 76,5 m.kr. í tengslum við upplýsingagjöf vegna sölunnar á Mílu ehf.

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm fyrr í dag þar sem hafnað var að fella úr gildi framangreinda ákvörðun fjármálaeftirlitsnefndar Seðlabanka Íslands. Dómurinn felldi niður málskostnað.

Síminn mun skoða forsendur dómsins og meta hvort honum verði áfrýjað til Landsréttar.