Eik fasteignafélag hf.: Óskuldbindandi tilboð hafa borist í Glerártorg á Akureyri


Samkvæmt upplýsingastefnu Eikar fasteignafélags hf. stefnir félagið á að birta opinberlega upplýsingar um það ef stjórnendur vænta áhrifa á ársgrundvelli sem nema 3% eða meira á rekstrarhagnað (EBITDA) eða stærð fasteignasafns félagsins.

Á þeim grundvelli upplýsist hér með að borist hafa óskuldbindandi tilboð í Glerártorg á Akureyri.

Lagt hefur verið mat á tilboðin og ákveðið að bjóða tilteknum aðilum að halda áfram í ferlinu, en ekki liggur fyrir nein vissa á þessu stigi hvort framangreint ferli muni leiða til skuldbindandi tilboða í Glerártorg, sem gæti lokið með sölu á fasteigninni.

Upplýst verður um framvindu ferlisins um leið og ástæða er til í samræmi við upplýsingaskyldu félagsins. 

Félagið nýtur aðstoðar Arctica Finance hf. í ferlinu. 

Upplýsingar veita:

Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri, gardar@eik.is, s. 861-3027

Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, lydur@eik.is, s. 820-8980