SKAGI: Samþykki Seðlabanka Íslands fyrir yfirfærslu vátryggingastofns Vátryggingafélags Íslands hf. til VÍS trygginga hf.


Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (fjármálaeftirlitið) hefur veitt leyfi fyrir yfirfærslu vátryggingastofns Vátryggingafélags Íslands hf. til VÍS trygginga hf. á grundvelli 4. mgr. 34. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi. Þann 23.12. sl. var tilkynnt um veitingu starfsleyfis VÍS trygginga. Yfirfærslan mun taka gildi þann 1. janúar 2025.

Réttindi og skyldur vátryggingartaka, vátryggðra og annarra samkvæmt vátryggingasamningum halda sjálfkrafa gildi sínu við yfirfærsluna, sbr. 5. mgr. 34. gr. framangreindra laga. Tilfærslan mun því ekki hafa neina breytingu í för með sér fyrir viðskiptavini.

Samstæðan hefur nú tekið á sig þá formlegu mynd sem lagt var upp með við þá endurskipulagningu sem staðið hefur yfir á á síðustu misserum og starfað hefur verið eftir.

Nánari upplýsingar veita Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga með tölvupósti á haraldur@skagi.is og Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS með tölvupósti á gudnyhh@vis.is