Birgir Arnarson, framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Skaga, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. Hann hyggst hefja störf sem meðeigandi (e. partner) á ráðgjafasviði KPMG á Íslandi og Norðurlöndunum. Birgir mun starfa hjá Skaga út apríl næstkomandi og verður í framhaldinu félaginu innan handar í nýju hlutverki.
