Síminn hf. – Framboð til stjórnar og í tilnefningarnefnd


Aðalfundur Símans hf. verður haldinn fimmtudaginn 13. mars 2025 kl. 16:00 að Nauthóli við Nauthólsvík, Reykjavík. Framboðsfrestur til stjórnar rann út þann 8. mars sl. kl. 16:00.

Framboð til stjórnar

Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins:

  • Arnar Þór Másson
  • Bjarni Þorvarðarson
  • Jón Sigurðsson
  • Sigrún Ragna Ólafsdóttir
  • Valgerður Halldórsdóttir

Er það mat stjórnar að framboðin séu gild sbr. 63. gr. a. hlutafélagalaga. Í samræmi við samþykktir félagsins skulu fimm stjórnarmenn kjörnir af aðalfundi á hverju ári og er því sjálfkjörið í stjórnina.


Framboð í tilnefningarnefnd

Eftirtaldir aðilar hafa verið tilnefndir til setu í tilnefningarnefnd:

  • Eyjólfur Árni Rafnsson
  • Jensína Kristín Böðvarsdóttir
  • Steinunn Kristín Þórðardóttir

Í samræmi við samþykktir félagsins skulu þrír nefndarmenn kjörnir af aðalfundi á hverju ári og er því sjálfkjörið í nefndina.

Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar og tilnefningar í tilnefningarnefnd er að finna í skýrslu tilnefningarnefndar sem er að finna inn á heimasíðu Símans: https://www.siminn.is/fjarfestar/hluthafafundir.

Skráning á fundinn hefst klukkan 15.30 á fundardegi og verða atkvæðaseðlar og önnur gögn afhent á fundarstað frá þeim tíma. Skráningu lýkur klukkan 16.00 þegar fundur hefst.


Recommended Reading